HLÁTURJÓGA – HÓPEFLI – LEIKIR

HLÁTURJÓGA – HÓPEFLI – LEIKIR

Finnbogi

Þorsteinn
Tímarnir innihalda það besta úr fagþekkingu okkar sem leikarar, jógakennarar, hláturjógakennarar og leiklistarkennarar.

ALLAR GERÐIR HÓPA

Gleðismiðjan sérhæfir sig í að skapa gleði hjá öllum gerðum hópa á öllum tímum dags. Við mætum á svæðið. Gleðismiðjan býður upp á prógrömm sem byggja á hópeflisæfingum, hláturjóga, skemmtilegum leikjum og ýmsu fleira. Mikið hlegið, mikið hópefli og mikið gaman. Allir geta tekið þátt, óháð aldri, líkamlegri getu og öðru.

Tímarnir henta við öll tækifæri, sem dæmi: árshátíðir, hópleikir, gæsanir, steggjanir, félagsstarf, hópavinna, þemadagar, veislur, útskriftir, hópefli, viðburðir, partý, partýleikir, vinnupartý, afmæli, afmælisleikir, starfsdagar, starfsmannagleði eða sem hvatning og almennt pepp.

Sendið okkur línu á gledismidjan@gledismidjan.is eða heyrið í okkur í síma 867-6656 / 867-0927

VELDU FJÖRIÐ

Mikið fjör:  Frábær Gleðismiðjutími í partý, veislur, gæsanir, steggjanir árshátíðir, eða þegar upplifunin á að verða ógleymanleg og eftirminnileg.

Vinalegt fjör:  Örlítið rólegri Gleðismiðjutími en samt mikið hlegið. Mjög hentugt sem morgun eða hádegistímar eða sem óvænt uppákoma síðdegis. Gott sem hópefli eða fyrir nýja hópa sem eru að hrista sig saman. Vinaleg, hlýleg, bráðfyndin og sameinandi stemning.

Afslappað fjör:  Rólegasti Gleðismiðjutíminn en gleðin og tengslin í fyrirrúmi. Hentugt fyrir hópa sem eru í rólegri stemningu og vilja finna gleðina innávið. Einfaldar hláturjógaæfingar, leikir, teygjur og öndunaræfingar inná milli. Tengjum okkur við umhverfið, leitumst við að finna hlýjuna í hjartanu og njóta leikgeðinnar sem býr í okkur öllum. Hláturjógahugleiðsla í lokin ef hentar.

Sérhannað fjör:  Heyrðu í okkur og við sérhönnum Gleðismiðjutímann fyrir hópinn þinn.

VINNUSTAÐIR OG STARFSFÓLK

Gleðismiðjan sérhæfir sig í hópefli og gleði fyrir vinnustaði. Sérhæfð og þróuð prógrömm fyrir fyrirtæki og starfsfólk sem skilur margt gott eftir sig hjá hópnum og eflir starfsánægju og afköst.

Hentar vel við öll tækifæri, eins og fyrir starfsdaga, starfsmannagleði, óvissuferðir, vorfögnuð, haustfögnuð eða bara sem gott hópefli og pepp fyrir hópinn á venjulegum degi.
Allir geta tekið þátt, óháð aldri, líkamlegri getu og öðru slíku.
Sendið okkur línu á gledismidjan@gledismidjan.is eða heyrið í okkur í síma 867-6656 / 867-0927

GÆSANIR OG STEGGJANIR

Ertu að plana gæsun eða steggjun? Vantar hugmyndir? Gleðismiðjan er með sérhönnuð prógrömm fyrir gæsanir og steggjanir sem eru ótrúlega skemmtileg. Þetta er blanda af hláturjóga, hópefli, leikjum og fleiru. Mikið hlegið og mikið hópefli og hristir líka saman hópinn. Einnig er farið í skemmtilegan verðlaunaleik. Það er lagt upp úr því að gæsin/steggurinn fái sem mest úr tímanum og endirinn á tímanum er tileinkaður í sérstakt sprell fyrir gæsina/stegginn.

Sendið okkur línu á gledismidjan@gledismidjan.is eða heyrið í okkur í síma 867-6656 / 867-0927

HLÁTURINN LENGIR LÍFIÐ OG…

Leiðbeinendurnir Finnbogi Þorkell og Þorsteinn Gunnar eru báðir lærðir leikarar, jógakennarar, hláturjógaleiðbeinendur og hafa starfað mikið við kennslu og leikstjórn. Auk þess eru þeir miklir áhugamenn um heilbrigðan lífsstíl og almenna lífsleikni.

Í ljósi reynslunnar höfum við Finnbogi og Þorsteinn áttað okkur á því að ákveðnir leikir og æfingar virka betur en annað á hópa á öllum aldri, hvort sem um er að ræða hvatningu, hópefli eða bara til að auka gleði og stemningu. Því höfum við hannað og prufukeyrt prógram sem inniheldur allt það besta sem reynslan hefur kennt okkkur.

Tímarnir eru yfirleitt 30 til 60 mínútur og við aðlögum tímana að stærð og þörfum hvers hóps.

Verð miðast við lengd tíma, fjölda leiðbeinenda, tímasetningu o.frv.

Ekki þarf að koma með neitt með sér, ekki jógadýnu handklæði eða slíkt. Bara með sjálfan sig.

Við lögum tímana að aðstæðum hverju sinni og eigi þátttakendur erfitt með hreyfingu þá má gera sumar æfingarnar sitjandi í stól. Sé gólfpláss takmarkað þá veljum við fyrirferðarminni æfingar. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Í grunninn snúast tímarnir okkar um að finna innra með sér hina barnslegu leikgleði og einfaldlega hafa gaman.  Hláturinn lengir ekki bara lífið heldur gerir það skemmtilegra líka!

Skemmtilegt viðtal við Finnboga og Þorstein á Bylgjunni þann 22. október 2021

 

HLÁTURJÓGATÍMAR 2020

UMSAGNIR

Þvílíkir gleðipinnar! Finnbogi og Þorsteinn mættu í 60 manna partý/útskrift og tóku gleðina á næsta level.

Mælum 100% með og við getum ekki beðið með að komast í næsta fjör með gleðisprengjunum.

Takk kærlega fyrir, þið eruð frábærir.

<span class="su-quote-cite">Guðmundur Gunnlaugsson og Karitas Þráinsdóttir</span>
Við vinkonuhópurinn Freymóður fengum Steina og Finnboga í hláturjóga og allskonar leiki. Á sama tíma varð hellidemba en það breytti engu og skemmtum við okkur ótrúlega vel og hlóum langt fram á nótt yfir þessari skemmtun. Get ekki mælt meira með þessum frábæru gleðipinnum

<span class="su-quote-cite">Katrín Helga</span>
Mannauðsdeild Marel á Íslandi var með hópeflisdag og fengum við til okkar þá Finnboga og Þorstein hjá Gleðismiðjunni. Þeir leiddu okkur í gegnum hláturjóga æfingar og margar aðrar bráðskemmtilegar æfingar.

Við áttum virkilega skemmtilega tíma með þeim og það var mikið hlegið. Þeir gerðu okkur það einnig kleift að halda 2 metra reglunni svo þetta var Covid-19 frítt hópefli. Við mælum með þessu fyrir alla þá sem hafa áhuga á að hrista upp hópa og tengjast betur.

Þeir Finnbogi og Þorsteinn eru frábærir og faglegir leiðbeinendur og náðu þeir að virkja alla í hópnum og vekja áhuga með sinni einlægu og skemmtilegu nærveru, húmor og gleði. Allir fóru með bros í hjarta út í daginn. Bestu þakkir fyrir okkur.

<span class="su-quote-cite">Mannauðsdeild Marel á Íslandi</span>

UM OKKUR

Þorsteinn Gunnar Bjarnason

Þorsteinn Gunnar Bjarnason

Kvikmyndagerðarmaður, leikari, jógakennari og hláturjógaleiðbeinandi

Þorsteinn Gunnar er lærður kvikmyndagerðarmaður, leikari, jógakennari og hláturjógaleiðbeinandi. Hann hefur um árabil starfað við kennslu, kvikmyndagerð og leiklist. Ásamt reglulegri hugleiðslu, jógaástundun og heilbrigðum lífsstíl er Þorsteinn einlægur áhugamaður um andlegt og líkamlegt heilbrigði.

Árið 2019 fann Þorsteinn hjá sér löngun til að nýta viðamikila reynslu sína og þekkingu á hópavinnu með fólki á öllum aldri og í samvinnu við Finnboga varð Gleðismiðan til. Fá upphafi hefur markmið hennar verið einfalt; að auka gleði og lífsgæði hjá hópum og einstaklingum.

Finnbogi Þorkell Jónsson

Finnbogi Þorkell Jónsson

Leikari, leikskáld, leiðsögumaður, jógakennari og hláturjógaleiðbeinandi

Finnbogi Þorkell hefur mikla reynslu af því að vinna með hópum við alls kyns aðstæður. Hann er lærður leikari, leikskáld, leiðsögumaður, jógakennari og hláturjógaleiðbeinandi. Auk þess að starfa við þessi fög hefur hann starfað við kennslu og framleiðslu leikverka. Ásamt því er hann líkt og Þorsteinn mikill áhugamaður um andlegt og líkamlegt heilbrigði.

Með þessa fjöbreyttu reynslu í farteskinu, ástríðu fyrir að vinna með fólki, miðla góðum sögum og gleði, spratt upp hugmyndin að Gleðismiðjunni árið 2019.

UM HLÁTURJÓGA

Hláturjóga – Hlátur er lífsgleði í framkvæmd.

Við værum til í að skrifa langar og lærðar ritgerðir um hláturjóga. En hér stiklum við á helstu atriðum þess. Árið 1995 byrjaði Indverski læknirinn Madan Kataria að þróa aðferðir hláturjóga. Honum fannst vanta meiri gleði í líf sitt og sjúklinga sinna. Á morgungöngu sinni í almenningsgarði í Mumbai tókst honum að fá fjóra vegfarendur með sér til að hittast og hlæja saman. Fyrstu dagana hlógu þau að bröndurum en þegar þeir voru búnir tókst Madan Kataria að þróa æfingar sem ganga útá að hlæja án tilefnis. Í dag hefur hláturjóga ná útbreiðslu í fleiri en 60 löndum.

Madan blandaði saman leikjum sem hann kunni sem áhugaleikari og öndunaræfingum úr jógafræðunum en konan hans Madhuri Katari er jógakennari.

Sem fræðimaður lét Madan rannsaka og las fjölda rannsókna um áhrif hláturs á líkama og sál og merkasta niðurstaðan var sú að hvort sem að hlegið er vegna ytra áreitis eða af einskærri ákvörðun þá bregst líkaminn eins við og hin jákvæðu áhrif á sál og líkama eru þau sömu. Sami “kokteill” af gleði boðefnum streymir um líkamann.

Þau hjónin Madan og Madhuri sáu tengslin milli hláturs, jógadjúpöndunar, teygjuæfinga og slökunar og áttuðu sig á því að með þessum hláturjógaæfingum geta allir þroskað með sér barnslega leikgleði.

Æfingarnar kalla fram svokölluð “Feel Good” boðefni sem tengjast tilfinningum og eiginleikum á borð við hamingju, hlýju, skilyrðislausa ást, tengslamyndun, þolinmæði, fyrirgefningu, göfuglyndi og samkennd. Í stuttu máli allt það sem við fáum öll í vöggugjöf en höfum ef til vill með aldrinum gleymt að rækta með okkur.

Þegar við hlæjum erum við hamingjusöm og þegar við erum hamingjusöm þá hlæjum við. Því má segja að hlátur sé einfaldlega lífsgleði í framkvæmd.

Auk þess má benda á að meira en 70% sjúkdóma í dag má á einhvern hátt tengja við streitu. Dr. Madan bendir á að auk þess að vera mjög skemmtilegt þá er hláturjóga ein besta leiðin til að hjálpa líkamanum að losa um streitu og kvíða.

Nánar má lesa um hláturjógafræðinni í bókinni Laugh for no reason eftir Dr. Madan Kataria, stofnandi Laugther Clubs Movement.

Leiklistarleikir, flæði og núvitund

Þeir leikir sem hafa virkað best í hópavinnu eru klassískir flæði- og núvitundarleikir sem leiklistarhópar fara gjarnan í við upphaf æfinga og við förum í þegar við tökum við nýjum hópum. Misjafnt er hvaða leikir henta hverjum hópi en allir þessir leikir miða að því að komast á einfaldan og auðveldan hátt inn í núvitund og flæði sem er forsenda þess að tíminn gangi vel.

 

Öndun

Í jóga, hláturjóga og flestum nútíma íþróttum eins og t.d. hlaupum er mikil áhersla lögð á rétta öndun. Það er einfaldlega til að hámarka vellíðan í erfiðum verkefnum og auka getu. Rannsóknir sýna að flest nútímafólk andar of grunnt og þá kannski sérstaklega þegar um álag og streitu er að ræða. Meðalmaðurinn notar einungis um 25% lungnanna við venjulega öndun en rannsóknir hafa sýnt að djúpöndunaræfingar hreinsa staðnað loft úr lungunum, frumurnar fá meira súrefni og öll kerfi líkamans fagna því!

Ótrúlegir hlutir geta gerst fyrir sál og líkama bara við það eitt að leiðrétta öndunina. Súrefnisupptakan verður mun meiri og einbeiting, núvitund og almenn vellíðan stóreykst.

Hláturjógaæfingarnar eru einmitt mjög góðar öndunaræfingar. Við hlátur tæmir líkaminn lungu og maga og iðkandinn andar svo ósjálfrátt djúpt inn aftur fyrir næsta hlátur. Þannig má segja að hlátur sem slíkur sé góð öndun. Auk hláturjógaæfinganna kennum við svokallaða haföndun eða Ujjayi öndun í tímunum okkar en þar leggjum við sérstaka áherslu á að útöndunin sé lengri en innöndunin og hvetjum þátttakendur til að iðka slíka öndun sem oftast.

Í jógaheimspekinni er því talað um að öndunin sé lífsorkan sjálf. Maðurinn getur lifað án vatns og matar í talsvert langan tíma en aldrei lengi án öndunar. Í ljósi þess má vel segja að góð og rétt öndun/lífsorka sé gulli betri.😊

Slökun

Í lok tímana okkar tökum við stundum slökunaræfingar. Það fer eftir aðstæðum, stærð hópa, lengd tíma o.s.frv. hvaða slökun verður fyrir valinu. Hláturslökun, leidd slökun eða einfaldlega dansflæði þar sem við hægjum smátt og smátt á tempóinu verða oftast nær fyrir valinu.  Í flestu jóga er mikil áhersla lögð á slökun við lok æfinga en þá fær líkaminn tækifæri til að njóta ávaxtanna eftir krefjandi æfingar og hann þakkar yfirleitt fyrir sig með stóraukinni vellíðan.