Select Page
Gleðismiðjan Hópefli Hláturjóga Pepp Leikir
Gleðismiðjan logo

Gleðismiðjan sérhæfir sig í að skapa gleði hjá hópum og einstaklingum og tímarnir henta öllum og eru fyrir alla aldurshópa.

Markmiðið er einfalt: Auka gleði og lífsgæði.

Við bjóðum uppá 30-60 mínútna tíma sem byggja á hópeflisæfingum, hláturjóga, leiklistarleikjum og öndunar- flæði- og núvitundaræfingum.

Við mætum á svæðið og tökum að okkur allar gerðir af hópum.

Leiðbeinendurnir Finnbogi Þorkell og Þorsteinn Gunnar eru báðir lærðir leikarar, jógakennarar, hláturjógaleiðbeinendur og hafa starfað mikið við kennslu og leikstjórn. Auk þess eru þeir miklir áhugamenn um heilbrigðan lífsstíl og almenna lífsleikni. (nánar)

REYNSLAN

Í ljósi reynslunnar höfum við Finnbogi og Þorsteinn áttað okkur á því að ákveðnir leikir og æfingar virka betur en annað á hópa á öllum aldri, hvort sem um er að ræða hvatningu, hópefli eða bara til að auka gleði og stemningu. Því höfum við hannað og prufukeyrt prógram sem inniheldur allt það besta sem reynslan hefur kennt okkkur.

Tímarnir eru yfirleitt 30 til 60 mínútur og við aðlögum tímana að stærð og þörfum hvers hóps.

Verð miðast við lengd tíma, fjölda leiðbeinenda, tímasetningu o.frv.

Ekki þarf að koma með neitt með sér, ekki jógadýnu handklæði eða slíkt. Bara með sjálfan sig.

Við lögum tímana að aðstæðum hverju sinni og eigi þátttakendur erfitt með hreyfingu þá má gera sumar æfingarnar sitjandi í stól. Sé gólfpláss takmarkað þá veljum við fyrirferðarminni æfingar. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

Ein af leiðunum til að hrista hópa saman, búa til stemningu og samvitund er að fara í einfalda leiki sem þjálfa flæði, takt, jarðtengingu og núvitund. Þegar þáttakendur hafa slípast til og hópvitundin er að styrkjast þá förum við yfirleitt beint í hláturjógaæfingar. Hláturjógaæfingar eru í eðli sínu hópeflandi og styrkjandi á allan hátt, traust, samkennd og gleði innan hópsins stóreykst. (sjá hlátur er lífsgleði í framkvæmd.) Inn á milli leikja og hláturjógaæfinga eða í lok tíma tökum við svo “jákvæðar staðhæfingar” en það er einfaldur leikur sem eflir sjálfstraust. Aðrar aðferðir eins og t.d. að leika stutta senu úr ævintýri sem allir þekkja hafa einnig reynst vel þegar efla þarf samvitund eða bara einfaldlega auka traust, samkennd og gleði innan hópa. Með þessu eflist andi innan hópsins án þess að hamrað sé á einföldum staðhæfingum um gæði liðsheildarinnar.

HÓPEFLI

OG

HVATNING