Select Page

Leiklistargleði, flæði og núvitund

Gleðismiðjan sérhæfir sig í að skapa gleði hjá hópum og einstaklingum og tímarnir henta öllum og eru fyrir alla aldurshópa.

Markmiðið er einfalt: Auka gleði og lífsgæði.

Við bjóðum uppá 30-60 mínútna tíma sem byggja á hópeflisæfingum, hláturjóga, leiklistarleikjum og öndunar- flæði- og núvitundaræfingum.

Við mætum á svæðið og tökum að okkur allar gerðir af hópum.

Leiðbeinendurnir Finnbogi Þorkell og Þorsteinn Gunnar eru báðir lærðir leikarar, jógakennarar, hláturjógaleiðbeinendur og hafa starfað mikið við kennslu og leikstjórn. Auk þess eru þeir miklir áhugamenn um heilbrigðan lífsstíl og almenna lífsleikni. (nánar)